Mönnun og framboð legurýma ræður mestu um þolmörk Landspítalans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 17:41 Stjórnendur Landspítalans skiluðu inn minnisblaði á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Það sem mestu ræður um þolmörk Landspítalans eru mönnum og framboð legurýma. 20-40 sjúklingar bíða á hverjum degi eftir innlögn á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður. Landspítalinn varar við því að aðrir mögulegir smitsjúkdómafaraldrar geti valdið miklu álagi á spítalakerfið Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítalans til heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið yfir stöðuna á Landspítalanum með tilliti til álags vegna Covid-19 faraldursins. Kallað hefur verið eftir því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt þegar gildandi takmarkanir renna út, síðar í vikunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum. Þórólfur Guðnason, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Þá hefur hann einnig sagt að takmarkanir þurfi að taka mið af getu Landspítalans. Í minnisblaði Landspítalans, sem skilað var inn fyrir helgi og minnst var á hér í upphafi gerir forstjórinn grein fyrir stöðunni á spítalanum og leggur fram viðmið um getu spítalans. Í minnisblaðinu segir að aðflæði að spítalanum sé með hefðbundnu móti og innlagnaþungi í réttu hlufalli. Allar bráðalegudeildir séu hins vegar nýttar um og yfir 100 prósent og „afar lítið svigrúm fyrir aukaálag“ eins og segir í minnisblaðinu. „Talsverður fjöldi sjúklinga (20-40) bíður á degi hverjum innlagnar á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður, “segir í minnisblaðinu. Aðrir mögulegir smitsjúkdómar geti valdið miklu álagi Þar kemur fram að sex legurými séu frátekin fyrir Covid-sjúklinga á smitsjúkdímadeild. Þegar fjöldi sjúklinga fer yfir sex sé hægt að leggja sex inn á lungnadeild með því að flytja aðra sjúklinga þaðan. Þá þarf að rýma smitsjúkdómadeildina og útbúa pláss fyrir sautján sjúklinga þar. Þá segir einnig að gjörgæsludeildin í Fossvogi getu tekið einn til tvo sjúklinga en verði þeir þrír þurfi að draga úr valkvæðum áhrifum, það sama gildi um gjörgæsluna á Hringbraut. Segir einnig í minnisblaðinu að mögulegir faraldrar annarra smitsjúkdóma muni hafa áhrif á getu spítalans til að fylgja viðbragðsáætlunum sínum eftir. RS-veirufaraldur leggi mikið álag á barnaspítalann og gjörgæsludeildir og slæmur inflúensufaraldur valdi álagi á allt spítalakerfið. Þá sé lykilatriði að sjúklingar sem lokið hafi meðferð geti útskrifast í önnur úrræði og að allar heilbrigðisstofnanir, sérstaklega hjúkrunarheimili, séu í stakk búnar til að sinna sjúklingum með Covid-19 sem þarfnist ekki sérhæfðrar meðferðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítalans til heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið yfir stöðuna á Landspítalanum með tilliti til álags vegna Covid-19 faraldursins. Kallað hefur verið eftir því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt þegar gildandi takmarkanir renna út, síðar í vikunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum. Þórólfur Guðnason, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Þá hefur hann einnig sagt að takmarkanir þurfi að taka mið af getu Landspítalans. Í minnisblaði Landspítalans, sem skilað var inn fyrir helgi og minnst var á hér í upphafi gerir forstjórinn grein fyrir stöðunni á spítalanum og leggur fram viðmið um getu spítalans. Í minnisblaðinu segir að aðflæði að spítalanum sé með hefðbundnu móti og innlagnaþungi í réttu hlufalli. Allar bráðalegudeildir séu hins vegar nýttar um og yfir 100 prósent og „afar lítið svigrúm fyrir aukaálag“ eins og segir í minnisblaðinu. „Talsverður fjöldi sjúklinga (20-40) bíður á degi hverjum innlagnar á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður, “segir í minnisblaðinu. Aðrir mögulegir smitsjúkdómar geti valdið miklu álagi Þar kemur fram að sex legurými séu frátekin fyrir Covid-sjúklinga á smitsjúkdímadeild. Þegar fjöldi sjúklinga fer yfir sex sé hægt að leggja sex inn á lungnadeild með því að flytja aðra sjúklinga þaðan. Þá þarf að rýma smitsjúkdómadeildina og útbúa pláss fyrir sautján sjúklinga þar. Þá segir einnig að gjörgæsludeildin í Fossvogi getu tekið einn til tvo sjúklinga en verði þeir þrír þurfi að draga úr valkvæðum áhrifum, það sama gildi um gjörgæsluna á Hringbraut. Segir einnig í minnisblaðinu að mögulegir faraldrar annarra smitsjúkdóma muni hafa áhrif á getu spítalans til að fylgja viðbragðsáætlunum sínum eftir. RS-veirufaraldur leggi mikið álag á barnaspítalann og gjörgæsludeildir og slæmur inflúensufaraldur valdi álagi á allt spítalakerfið. Þá sé lykilatriði að sjúklingar sem lokið hafi meðferð geti útskrifast í önnur úrræði og að allar heilbrigðisstofnanir, sérstaklega hjúkrunarheimili, séu í stakk búnar til að sinna sjúklingum með Covid-19 sem þarfnist ekki sérhæfðrar meðferðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01 Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00 Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. 18. október 2021 12:01
Sjö á spítala og 35 greindust smitaðir innanlands Þrjátíu og fimm manns greindust með Covid-19 innanlands í gær. Sjö liggja inni á Landspítala vegna Covid-19 en þeir voru þrír á fimmtudag. Enginn er þó á gjörgæslu. 18. október 2021 12:00
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16. október 2021 12:36
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12