Dómur vegna nauðgunar á sex ára barnabarni þyngdur um hálft ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 16:27 Maðurinn er dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða stúlkunni 1,5 milljón í miskabætur. Getty Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega brotið á sex ára gömlu stjúpbarnabarni sínu. Þá var maðurinn dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðasta vetur en dómur kveðinn þar upp 30. nóvember í fyrra. Þar var maðurinn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþolanum, stúlku sem leit á hann sem afa sinn, eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Voru jafnframt tæki í hans eigu, sem á fundust kynferðislegar myndir og myndbönd af börnum í þúsundatali, gerð upptæk. Lesendur skulu varaðir við því hér að efni fréttarinnar gæti tekið á suma. Fram koma grófar lýsingar á ofbeldi gegn barni. Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi greint föður sínum frá atvikunum þegar að hún var að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandi í Kringlunni. Hún hafi sagt honum frá því að sambýlismaður ömmu hennar, sem hún kallaði afa sinn, hafi kallað á hana þegar hann væri að skipta um föt og látið hana snert á sér typpið og gera „upp og niður.“ Þetta hafi gerst oft. Brotin hafi átt sér stað í nokkur skipti frá árinu 2018 fram á mitt ár 2019 en stúlkan var þá fimm og sex ára gömul. Stúlkan hafi lýst brotunum ítarlega þegar hún var við skýrslutöku í Barnahúsi. Hafi hún lýst því hvernig hún hafi verið látin „leika sér með eða fikta í typpi“ mannsins. Auk þess að hafa lýst háttseminni með skýrum hætti í orðum hafi hún með látrabragði sýnt hvað maðurinn hafi látið hana gera. Amman mundi eftir skrýtnum atvikum Amma stúlkunnar kveðst til að byrja með ekki hafa orðið vör við óeðlileg samskipti milli sambýlismanns síns og stúklunnar en þegar hún hafði hugsað málið þegar lengra var liðið komu atvik upp í huga hennar. Þar á meðal nefndi hún tilvik þegar maðurinn var einn heima með stúlkunni í talsverðan tíma og hafði skipt um buxur þegar amman kom heim. Þegar amman bar það upp við hann vildi hann ekki svara hvers vegna hann hefði skipt um buxur. Þá nefndi hún að maðurinn væri með grimmd í röddinni þegar hann kallaði á stúlkuna. Skólahjúkrunarfræðingur skýrði frá því að á fræðslufundi hefði stúlkan skýrt frá því að hún hefði lent í því að afi hennar hefði gert eitthvað óeðlilegt við sig. Fundu hátt í þrjú þúsund kynferðislegar myndir af börnum Maðurinn var handtekinn í júní 2019 en við handtökuna var honum tilkynt að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Sagðist hann á leiðinni á lögreglustöð til skýrslutöku hhafa verið að passa barnabörn sín og velti því fyrir sér hvort hann gæti hafa farið yfir mörk gagnvart þeim án þess að gera sér grein fyrir því. Þegar ásakanir um brot gegn stúlkuni voru bornar upp við hann sagðist hann ekkert við þær kannast. Lögreglan lagði hald á tvo síma í eigu mannsins við handtökuna. Við skoðun á innihaldi símanna fannst myndskeið þar sem sjá mátti klístrað sæði á kynfærum og rassi ungrar stúlku sem lá á sófa. Húsleit var gerð á heimili mannsins í kjölfarið og hald lagt á turntölvu, farsíma, fartölvu, myndatökuvél, flakkara og nokkur minniskort. Á tækjunum fundust 2.536 kynferðislegar myndir, sem sýndu stúlkur um tiú ára aldur fáklæddar eða naktar. Maðurinn neitaði að hafa nokkurn tíma skoðað barnaklám en hann hafi jú horft á klám. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðasta vetur en dómur kveðinn þar upp 30. nóvember í fyrra. Þar var maðurinn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og jafnframt dæmdur til að greiða brotaþolanum, stúlku sem leit á hann sem afa sinn, eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Voru jafnframt tæki í hans eigu, sem á fundust kynferðislegar myndir og myndbönd af börnum í þúsundatali, gerð upptæk. Lesendur skulu varaðir við því hér að efni fréttarinnar gæti tekið á suma. Fram koma grófar lýsingar á ofbeldi gegn barni. Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi greint föður sínum frá atvikunum þegar að hún var að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandi í Kringlunni. Hún hafi sagt honum frá því að sambýlismaður ömmu hennar, sem hún kallaði afa sinn, hafi kallað á hana þegar hann væri að skipta um föt og látið hana snert á sér typpið og gera „upp og niður.“ Þetta hafi gerst oft. Brotin hafi átt sér stað í nokkur skipti frá árinu 2018 fram á mitt ár 2019 en stúlkan var þá fimm og sex ára gömul. Stúlkan hafi lýst brotunum ítarlega þegar hún var við skýrslutöku í Barnahúsi. Hafi hún lýst því hvernig hún hafi verið látin „leika sér með eða fikta í typpi“ mannsins. Auk þess að hafa lýst háttseminni með skýrum hætti í orðum hafi hún með látrabragði sýnt hvað maðurinn hafi látið hana gera. Amman mundi eftir skrýtnum atvikum Amma stúlkunnar kveðst til að byrja með ekki hafa orðið vör við óeðlileg samskipti milli sambýlismanns síns og stúklunnar en þegar hún hafði hugsað málið þegar lengra var liðið komu atvik upp í huga hennar. Þar á meðal nefndi hún tilvik þegar maðurinn var einn heima með stúlkunni í talsverðan tíma og hafði skipt um buxur þegar amman kom heim. Þegar amman bar það upp við hann vildi hann ekki svara hvers vegna hann hefði skipt um buxur. Þá nefndi hún að maðurinn væri með grimmd í röddinni þegar hann kallaði á stúlkuna. Skólahjúkrunarfræðingur skýrði frá því að á fræðslufundi hefði stúlkan skýrt frá því að hún hefði lent í því að afi hennar hefði gert eitthvað óeðlilegt við sig. Fundu hátt í þrjú þúsund kynferðislegar myndir af börnum Maðurinn var handtekinn í júní 2019 en við handtökuna var honum tilkynt að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Sagðist hann á leiðinni á lögreglustöð til skýrslutöku hhafa verið að passa barnabörn sín og velti því fyrir sér hvort hann gæti hafa farið yfir mörk gagnvart þeim án þess að gera sér grein fyrir því. Þegar ásakanir um brot gegn stúlkuni voru bornar upp við hann sagðist hann ekkert við þær kannast. Lögreglan lagði hald á tvo síma í eigu mannsins við handtökuna. Við skoðun á innihaldi símanna fannst myndskeið þar sem sjá mátti klístrað sæði á kynfærum og rassi ungrar stúlku sem lá á sófa. Húsleit var gerð á heimili mannsins í kjölfarið og hald lagt á turntölvu, farsíma, fartölvu, myndatökuvél, flakkara og nokkur minniskort. Á tækjunum fundust 2.536 kynferðislegar myndir, sem sýndu stúlkur um tiú ára aldur fáklæddar eða naktar. Maðurinn neitaði að hafa nokkurn tíma skoðað barnaklám en hann hafi jú horft á klám.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent