Rakang Thai og Blásteini lokað: Erfið ákvörðun en ákveðinn léttir Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2021 08:00 „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum,“ segir Guðmundir Ingi Þóroddson. Veitingastaðnum Rakang Thai og sportbarnum Blásteini í Hraunbænum var lokað í síðustu viku. Guðmundur Ingi Þóroddsson, eigandi staðanna, segir undanfarin ár hafa reynst mjög erfið í rekstri vegna Covid-19. Ákvörðunin hafi verið erfið en henni fylgi ákveðinn léttir. „Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími undanfarin ár.“ Guðmundur segir staðina hafa verið 620 fermetra að stærð og svo mikil stærð hafi kallað á marga starfsmenn. Það hafi gert reksturinn mjög erfiðan samhliða sóttvarnaraðgerðum. „Þegar það mega bara vera tíu til tuttugu manns þarna inni, þá er þetta ofboðslega erfitt.“ Heyrt af mörgum í erfiðleikum Hann sagðist hafa heyrt af mörgum í þessum geira sem hefðu ekki náð sér á strik vegna Covid-19. Ástandið sé búið að vera hrikalega erfitt og eigi örugglega eftir að vera erfitt áfram. Auk Covid-19 hafi aðföng við veitingarekstur hækkað mjög í verði auk launa. Það séu í raun nokkrar ástæður fyrir því að hann hafi tekið þá ákvörðun að loka en Covid-19 sé sú stærsta. „Ég er stoltur af þeim sem eru að þrauka í þessum bransa.“ Guðmundur segist hafa verið að vonast til þess að hlutirnir myndu lagast en það hefði ekki gerst nægilega vel. Þau hafi aldrei náð kvöldaðsókninni aftur upp samhliða niðurfellingu sóttvarnar- og samkomureglna. „Það var alltaf nóg að gera í hádeginu og það lét þetta fljóta áfram. Kvöldtraffíkin kom þó aldrei aftur,“ segir Guðmundur. Í annarri vinnu og námi Hann segir þetta mjög leiðinlegt en að sama tíma sé þetta ákveðinn léttir. Áhuginn fyrir veitingarekstri hafi farið þverandi. „Maður er búinn að vera þarna lengi og launalaust. Þetta hefur verið stöðugur barningur. Á sama tíma hef ég verið í annarri vinnu, námi og að sinna öðrum málum.“ Guðmundur er formaður Afstöðu félags fanga. Hann hafði rekið staðina í tæp fjögur ár en hann byrjaði að undiribúa reksturinn þegar hann var í afplánun á Sogni. „Þetta var aðallega spurning hvort maður ætti að bíða og vona eftir að ástandið yrði betra, og safna skuldum á meðan, eða bara hætta. Ég var ekki að sjá að þetta væri að fara að lagast.“ Sér ekki fyrir sér að byrja aftur Guðmundur segist enn eiga nöfn staðanna, Rakang Thai og Blásteinn, en hann sé ekkert búinn að ákveða um framhaldið. Hann segist hafa verið með frábært starfsfólk í vinnu frá upphafi og mögulega hægt að opna staðinn aftur í mun smærri mynd en áður. Hins vegar sjái hann það ekki fyrir sér að svo stöddu. „Maður á aldrei að segja aldrei en persónulega finnst mér ólíklegt að ég sé að fara aftur í veitingabransann. Það var erfitt að taka þessa ákvörðun en þegar það var búið var það léttir.“ Guðmundir Ingi segir starfsfólk sitt hafa verið frábært.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Býður uppá mat að hætti danskra fanga Góð stemmning hjá Guðmundi Inga á Blásteini. 30. október 2019 09:00