Ekki þjóðhættulegt að hækka lágmarkslaun Flosi Eiríksson skrifar 14. október 2021 15:00 Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun