Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 14. október 2021 10:30 Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Ævar Harðarson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun