Gestir Snaps gengu í störf eftir að þjónarnir löbbuðu út Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 14:01 Snaps Bistro Bar er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt fjárfestis en eigendaskipti eru í farvatninu. Vísir/Vilhelm Nær allt starfslið veitingahússins Snaps við Óðinstorg hefur sagt starfi sínu lausu vegna víðtækrar óánægju með stjórnarhætti nýs rekstrarstjóra. Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu. Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Í lok september sendu alls átta þjónar, vaktstjórar, barþjónar og kokkar inn uppsagnarbréf og hættu um mánaðamótin. Síðasta laugardag gengu svo þrír þjónar út á miðri vakt og hafa ekki snúið aftur til starfa. Að sögn fyrrverandi starfsmanna snýr óánægjan meðal annars að launakjörum, undirmönnun, lakri gæðastjórnun og alvarlegum samskiptavanda sem hafi allt komið til í kjölfar stjórnendaskiptanna. Enginn í hópnum hyggst vinna uppsagnarfrest sinn og hafa margir nú þegar ráðið sig í önnur störf. Segir allt í góðu á Snaps Þórir Helgi Bergsson, rekstrarstjóri Snaps, vildi lítið kannast við uppsagnirnar þegar leitað var eftir viðbrögðum. Stemmir það að þjónar hafi gengið út hjá þér á laugardaginn? „Nei, þetta er bara innanhúsmál sem við erum að fást við. Það er bara þannig, það er bara allt í góðu hér.“ En þú kannast samt sem áður við þetta? „Ég kannast bara við að það eru ákveðin … það er ekkert í gangi sko, ekkert til að setja í fréttir allavega.“ Þegar Þórir er spurður nánar út í það hvað átti sér stað á laugardag ítrekar hann að það sé einkamál. Veitingastaðurinn stendur við Óðinstorg.vísir/vilhelm Gestir komu starfsmönnum til aðstoðar Ákveðið var að halda veitingastaðnum opnum þrátt fyrir uppsagnirnar um síðustu mánaðamót og jókst því álag á eftirstandandi starfsmenn til muna á seinustu vikum. Þjónn sem hætti um síðustu helgi segir að honum hafi þótt nóg komið þegar einungis fjórir starfsmenn, auk Þóris, voru látnir sjá um annasaman bröns á laugardag. „Við sögðum honum þá að við gætum þetta ekki lengur og ætluðum ekki að vinna um kvöldið, svo við fórum bara,“ segir fyrrverandi starfsmaðurinn. Erfitt sé að horfa upp á þessa þróun þar sem starfsandinn hafi lengi verið góður á veitingahúsinu. Það hafi svo skyndilega breyst við stjórnendaskiptin. Samkvæmt heimildum Vísis stóðu alls þrír starfsmenn vaktina á laugardagskvöld eftir að þjónarnir höfðu yfirgefið svæðið. Þeirra á meðal var áðurnefndur Þórir og nýr starfsmaður sem hafði byrjað sama dag. Undirmönnunin fór ekki framhjá gestum veitingahússins og gripu tveir vinir Þóris sem voru mættir í mat til þess ráðs að létta undir með starfsfólkinu.
Veitingastaðir Reykjavík Mannauðsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39 Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. 28. ágúst 2020 16:39
Snaps opnar nýjan stað Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. 14. janúar 2020 07:30