Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 19:00 Vísir/Arnar Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira