Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Snorri Másson skrifar 10. október 2021 13:00 Minna hefur verið að gera hjá lögreglu um helgar vegna faraldursástands, en nú eru annirnar að verða meiri aftur. Vísir/Vilhelm Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“ Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08