Erlent

Segir enga geta þvingað Taí­van til sam­einingar

Þorgils Jónsson skrifar
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hélt fyrr í dag ræðu þar sem hún hét því að verja landið gegn yfirgangi Kína.
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hélt fyrr í dag ræðu þar sem hún hét því að verja landið gegn yfirgangi Kína.

Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hét því fyrr í dag, á þjóðhátíðardegi landsins, að halda áfram varnaruppbyggingu í skugga ógnar frá Kína.

Síðustu daga og vikur hafa stjórnvöld í Kína vikið að Taívan í ræðu og riti og spáð því að eyríkið muni aftur lúta stjórn meginlandsins hvernig sem fer. Guardian segir frá þessu.

Kína hefur staða fyrir heræfingum allt inn á lofthelgi Taívan og Xi Jinping, forseti Kína hét því að Taívan yrði sameinað Kína í fyllingu tímans.

Tsai svaraði því hins vegar til að Taívan hefði burði til að verja sig og framtíð þess verði ákveðin af taívönsku þjóðinni. Enginn geti þvingað Taívan til að fylgja leið Kínverja.

„Vegna þess að leiðin sem Kína býður uppá felur hvorki í sér frelsi né lýðræði fyrir Taívan, eða fullveldi til handa 23 milljónum landsmanna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×