Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 18:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59