Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 18:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59