Að eiga öruggan samastað Drífa Snædal skrifar 8. október 2021 13:31 Fyrr á árum vann ég hjá Kvennaathvarfinu og eftir þá reynslu er ég sannfærð um að ekkert er verra en að njóta ekki heimilisöryggis. Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt. Þetta grundvallarsjónarmið rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti nýtt fjölbýlishús sem Samtök um kvennaathvarf hafa látið reisa til þess að auðvelda konum og börnum leiðina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarfinu sjálfu. Bygging þessa húss er nauðsynleg, en líka afleiðing af grimmum húsnæðismarkaði þar sem tekjulítið fólk hefur fá tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er húsnæðismarkaður sem þjónar frekar spákaupmönnum en þeirri grundvallarþörf fólks að eiga sér heimili. Réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á þessum markaði er metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Samkvæmt öllum helstu spám má vænta töluverðra hækkana á þessum óhefta markaði, ef ekkert verður að gert. Það er skýr krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnvöld breyti viðhorfum sínum og húsnæðismálin verði eitt af stóru málunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rétturinn til öryggis verður að vera í forgrunni og stórfelld uppbygging húsnæðis án hagnaðarsjónarmiða verður að eiga sér stað. Það er nauðsynlegt að koma húsnæðiseigendum í skjól fyrir verðbólgu og vaxtabreytingum þannig að fólk hafi möguleika á að skipuleggja framtíðina. Réttindi leigjenda verður að tryggja með nýjum lögum og binda verður endi á búsetu í atvinnuhúsnæði. Í vikunni var kastljósinu einnig beint að ólöglegri uppsögn trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli. Það mál verður rekið fyrir dómstólum enda lýtur það að kjarna verkalýðshreyfingarinnar; að fólk geti beitt sér í réttindabaráttu fyrir sig og félaga sína án þess að hefnast fyrir það með atvinnumissi. Skömm yfirmanna hjá Icelandair er mikil að hafa ekki einungis rekið trúnaðarmann, heldur líka einu konuna sem vann þessi störf á flugvellinum. Þá stingur í augu að Samtök atvinnulífsins virðast leggja blessun sína yfir framferðið, þrátt fyrir skýra lagavernd trúnaðarmanna gagnvart órökstuddum uppsögnum. Svona grundvallarbrot einstakra atvinnurekenda gegn réttindum starfsfólks munu lita samskipti á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árum vann ég hjá Kvennaathvarfinu og eftir þá reynslu er ég sannfærð um að ekkert er verra en að njóta ekki heimilisöryggis. Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt. Þetta grundvallarsjónarmið rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti nýtt fjölbýlishús sem Samtök um kvennaathvarf hafa látið reisa til þess að auðvelda konum og börnum leiðina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarfinu sjálfu. Bygging þessa húss er nauðsynleg, en líka afleiðing af grimmum húsnæðismarkaði þar sem tekjulítið fólk hefur fá tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er húsnæðismarkaður sem þjónar frekar spákaupmönnum en þeirri grundvallarþörf fólks að eiga sér heimili. Réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á þessum markaði er metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Samkvæmt öllum helstu spám má vænta töluverðra hækkana á þessum óhefta markaði, ef ekkert verður að gert. Það er skýr krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnvöld breyti viðhorfum sínum og húsnæðismálin verði eitt af stóru málunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rétturinn til öryggis verður að vera í forgrunni og stórfelld uppbygging húsnæðis án hagnaðarsjónarmiða verður að eiga sér stað. Það er nauðsynlegt að koma húsnæðiseigendum í skjól fyrir verðbólgu og vaxtabreytingum þannig að fólk hafi möguleika á að skipuleggja framtíðina. Réttindi leigjenda verður að tryggja með nýjum lögum og binda verður endi á búsetu í atvinnuhúsnæði. Í vikunni var kastljósinu einnig beint að ólöglegri uppsögn trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli. Það mál verður rekið fyrir dómstólum enda lýtur það að kjarna verkalýðshreyfingarinnar; að fólk geti beitt sér í réttindabaráttu fyrir sig og félaga sína án þess að hefnast fyrir það með atvinnumissi. Skömm yfirmanna hjá Icelandair er mikil að hafa ekki einungis rekið trúnaðarmann, heldur líka einu konuna sem vann þessi störf á flugvellinum. Þá stingur í augu að Samtök atvinnulífsins virðast leggja blessun sína yfir framferðið, þrátt fyrir skýra lagavernd trúnaðarmanna gagnvart órökstuddum uppsögnum. Svona grundvallarbrot einstakra atvinnurekenda gegn réttindum starfsfólks munu lita samskipti á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun