Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 8. október 2021 12:58 Fólk safnaðist saman nærri moskunni þar sem stór sprenging varð í Kunduz í norðanverðu Afganistan í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra úr röðum talibana í Kunduz, höfuðborg samnefnds héraðs, að flest fórnarlambanna séu látin. Hugsanlega hafi sjálfsmorðssprengjumaður sprengt sig í loft upp innan um trúariðkendur. Blaðamaður CBS News í Afganistan hefur eftir embættismanni að barn, sem hafi unnið fyrir sér sem skóburstari, hafi verið með sprengiefni í bakpoka sínum og sprengt sig í loft upp í moskunni. Sú frásögn hefur þó ekki verið staðfest af öðrum fjölmiðlum. KUNDUZ: explosion happened inside a Shia mosque & a local official said the bomber was a child boot polisher who carried the explosives in his backpack. Based on initial info at least 70 people were killed & wounded in the blast.— Ahmad Mukhtar (@AhMukhtar) October 8, 2021 Reynist fjöldi látinna réttur er árásin sú mannskæðasta frá því að vestrænar hersveitir yfirgáfu Afganistan í lok ágúst og talibanar tóku við völdum. Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á talibana, þar á meðal sprengjuárás við mosku í Kabúl. Afganistan Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra úr röðum talibana í Kunduz, höfuðborg samnefnds héraðs, að flest fórnarlambanna séu látin. Hugsanlega hafi sjálfsmorðssprengjumaður sprengt sig í loft upp innan um trúariðkendur. Blaðamaður CBS News í Afganistan hefur eftir embættismanni að barn, sem hafi unnið fyrir sér sem skóburstari, hafi verið með sprengiefni í bakpoka sínum og sprengt sig í loft upp í moskunni. Sú frásögn hefur þó ekki verið staðfest af öðrum fjölmiðlum. KUNDUZ: explosion happened inside a Shia mosque & a local official said the bomber was a child boot polisher who carried the explosives in his backpack. Based on initial info at least 70 people were killed & wounded in the blast.— Ahmad Mukhtar (@AhMukhtar) October 8, 2021 Reynist fjöldi látinna réttur er árásin sú mannskæðasta frá því að vestrænar hersveitir yfirgáfu Afganistan í lok ágúst og talibanar tóku við völdum. Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á talibana, þar á meðal sprengjuárás við mosku í Kabúl.
Afganistan Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Sjá meira