Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. október 2021 12:09 Tilkynning barst um slysið klukkan 10:32. Benedikt Bragason Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum. Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum.
Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54