Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. október 2021 12:09 Tilkynning barst um slysið klukkan 10:32. Benedikt Bragason Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs. Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum. Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Unnið er að því að koma fólkinu undir læknishendur en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, gerir ráð fyrir að hinir slösuðu verði fluttir á Landspítala. Farþegarnir eru erlendir ferðamenn og vinnur lögregla nú að rannsókn á vettvangi. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins. Benedikt Bragason „Aðstæður á vettvangi eru vondar, það er mjög hvass vindur þarna og það var drifið í því að koma fólkinu í skjól. Það hefur gengið vel miðað við aðstæður,“ segir Oddur í samtali við fréttastofu. Uppfært klukkan 12:35: Aðgerðastjórn á Selfossi er nú að hætta störfum. Sjúklingar eru ýmist komnir í hendur heilbrigðisstarfsmanna eða á leið þangað. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn haldi nú áfram og er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Mikið viðbragð „Áverkar virðast ekki vera alvarlegir, eftir flokkunarkerfinu eru þrír metnir gulir og fimm metnir grænir.“ Þeir einstaklingar sem eru flokkaðir gulir séu eitthvað slasaðir en grænir þurfi ekki forgangsflutning þó þeir geti verið slasaðir. Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 10:32 líkt og venjan er með rútuslys. Aðgerðir voru enn í gangi um klukkutíma síðar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi við lögreglustöðina á Selfossi.VÍSIR/EGILL „Það var gríðarlegt viðbragð sem var ræst út en það var hins vegar strax dregið úr þegar menn fengu nákvæmari upplýsingar af vettvangi,“ segir Oddur. Síðan hafi verið ákveðið að takmarka frekar þann fjölda viðbragðsaðila sem fóru á vettvang vegna veðurs. „Við vildum ekki setja fleiri í þær aðstæður heldur en brýna nauðsyn ber til.“ Viðbragðsaðilar á Suðurlandi verða áfram í viðbragðsstöðu í dag vegna hvassviðris. Oddur segir ekkert ferðaveður vera fyrir stóra bíla og að slysið hafi átt sér stað þar sem þekktur vindstrengur liggur undir Eyjafjöllum.
Lögreglumál Björgunarsveitir Samgönguslys Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. 7. október 2021 10:54