Boð í risapartý á Íslandi barst frá... Ólafi Ragnari Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2021 08:00 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Arctic Circle, lofar heljarinnar fögnuði á ráðstefnunni sem fer fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm Auglýsing fyrir ráðstefnuna Arctic Circle hefur heldur betur vakið athygli þeirra sem hana hafa heyrt eða séð. Þar heyrist formaður Arctic Circle, Ólafur Ragnar Grímsson, lofa feikna stuði. „Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Fögnum saman. Loksins! Við höldum partý 14. – 17. október. Allir velkomnir,“ segir Ólafur Ragnar í auglýsingunni. Auglýsinguna má sjá í meðfylgjandi spilara: Á Arctic Circle eru málefni Norðurslóða rædd og ráðstefnan hingað til, allavega út á við, ekki verið þekkt sem mikið partý. Og þá vekur þessi auglýsing sannarlega athygli fyrir þær sakir að það hafa ekki verið mörg risa partý haldin á Íslandi undanfarið ár, en þúsund manns eru væntanleg á ráðstefnuna frá 50 löndum og allir sagðir velkomnir, svo lengi sem þeir skrái sig. Allt er þetta skipulagt með hliðsjón af gildandi sóttvarnareglum. Það er ekki laust við að maður hafi heyrt glott færast yfir andlit Ólafs Ragnars þegar hann er spurður í gegnum síma út í þetta Arctic Circle partý sem hann boðar í auglýsingunni. „Arctic Circle er í senn umræðuvettvangur og gleðisamkoma,“ segir Ólafur Ragnar. „Þar er ekki bara setið á fundum heldur skemmtir fólk sér og hittir mann og annan.“ Ólafur þylur upp að fyrir nokkrum árum hafi verið haldið glæsilegt „Kína-kvöld“ og þá var Grænlandssamkvæmi fyrir tveimur árum. Fyrir fáeinum árum voru frumbyggjar með mikla samkomu. Hér má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi þar sem Ólafur ræðir málefnin sem verða undir á Arctic Circle: Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnuna undanfarin tvö ár. „Og okkur fannst að það væri ekki bara ástæða til að mæta á ráðstefnuna og ræða málefnin og skiptast á skoðunum, heldur líka til að koma saman og fagna og gleðjast saman á ný á stærsta alþjóðlega vettvangi norðurslóða sem þessi þing eru,“ segir Ólafur Ragnar. Og þegar Ólafur Ragnar talar um partý, þá er það í þeim almenna og góða skilningi sem fólk leggur í það orð. „Það verða ýmsir sem tryggja það að tónlist muni létta mönnum lundina,“ segir Ólafur Ragnar spurður hvaða tónlistaatriði verða á ráðstefnunni. „Grænlendingar munu koma með tónlistarmenn. Síðast þegar Grænlendingar héldu Grænlendingakvöld þá mættu 900 manns.“ Grænlendingakvöldið fer fram á laugardagskvöldinu 16. október þar sem vinsælasta hljómsveit Grænlendinga, Nanook, mun koma fram. Ráðstefnan fer fram dagana 14. - 17. október en á meðal þeirra sem halda erindi er Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Norðurslóðir Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41