Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 09:58 Frjósemi íslenskra kvenna er nú á pari við frjósemi kvenna í Danmörku og Svíþjóð. Javier de la Maza Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira