Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 09:58 Frjósemi íslenskra kvenna er nú á pari við frjósemi kvenna í Danmörku og Svíþjóð. Javier de la Maza Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira