Telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni skaða kvennaknattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 23:00 Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar allt þangað til undir lok árs 2022 en ef ákveðið verður að fjölga mótum verða nýir heimsmeistarar krýndir annað hvert ár. Matthias Hangst/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu sem og fjöldi landssambanda telja að fjölgun heimsmeistaramóta geti haft slæmar afleiðingar fyrir kvennafótboltann í heild sinni. Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða. Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira
Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða.
Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Sjá meira