Innlent

Gekk um miðbæinn með hníf í hendi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðkomandi sagðist þó við lögreglu að hann hafi ekki ætlað sér neitt með hnífinn.
Viðkomandi sagðist þó við lögreglu að hann hafi ekki ætlað sér neitt með hnífinn. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem gekk um miðborg Reykjavíkur með hníf í hendi.

Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi fundist eftir stutta leit og gat hann þá vísað á hnífinn.

Kemur fram að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og sagst ekki hafa ætlað sér neitt með hnífinn.

Alls voru 104 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær frá 19 í gærkvöldi til klukkan fimm í nótt.

Þar á meðal þurfti lögregla að hafa afskipti af einstaklingum sem ýmist voru ölvaðir eða í annarlegu ástandi.

Einn var handtekinn í miðborginni fyrir að angra fólk, en viðkomandi lét ekki af ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að láta af hegðun sinni.

Þá fékk lögregla tilkynningu um ofurölvi einstakling fyrir utan heimahús í miðborginni. Kom í ljós að hann var fyrir utan eigið heimili, en hafði ekki orku í að koma sér inn. Lögreglumenn aðstoðu við að koma honum inn og til svefns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×