„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 21:10 Vanda Sigurgeirsdóttir Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35