Innlent

Ung­lingur sparkaði í lög­reglu­bíl og hrækti á lög­reglu­mann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hafði nóg að gera í nótt.
Lögregla hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Vilhelm

Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sautján ára karlmaður var handtekinn í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur undir miðnætti.

Í dagbók lögreglu kemur fram að hann hafi sparkað í lögreglubíl og hrækt á lögreglumann er lögregla hafði afskipti af honum. Málið var tilkynnt til Barnaverndar og forráðamaður unglingsins var látinn vita af handtökunni.

Viðkomandi unglingur var ekki eini unglingurinn sem lögreglan hafði afskipti af í gær. Um klukkan ellefu í gærkvöldi stöðvaði lögregla ungan ökumann á vespu í miðbænum.

Sá reyndist aðeins vera fimmtán ára gamall og var án án hlífðarhjálms. Þá kom í ljós að hann hafi neytt áfengis, en þó undir refsimörkum. Unglingurinn var færður á lögreglustöð þar sem foreldri kom og sótti hann, auk þess sem að málið var tilkynnt til Barnaverndar.

Alls voru um 130 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Mikið var um tilkynningar í heimahúsum en alls voru sex vistaðir ó fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×