Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 21:39 Landsréttur dæmdi karlmann í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira