„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum. „Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10