„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum. „Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
„Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10