„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 07:04 Helgi segir að með því að leggja traust sitt á heiðarleika viðskiptavinarins sé lagður grunnur að því að gera hlutina léttari og einfaldari. „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“ Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“
Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira