„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 07:04 Helgi segir að með því að leggja traust sitt á heiðarleika viðskiptavinarins sé lagður grunnur að því að gera hlutina léttari og einfaldari. „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“ Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“
Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira