„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 10:33 Nýkjörið þing, eða þannig. Þetta er þingliðið sem mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort það er réttilega kjörið. vísir/hjalti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“
„Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira