„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 10:33 Nýkjörið þing, eða þannig. Þetta er þingliðið sem mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort það er réttilega kjörið. vísir/hjalti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“
„Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira