Pepsi Max tölur: Guy Smit bjargaði tvöfalt fleiri mörkum en sá næstbesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 13:30 Guy Smit ver skot í lokaleiknum á móti Víkingi. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Leiknis héldu sæti sínu í Pepsi Max deild karla í sumar og það er ekki síst þökk sé hetjudáðum hollenska markvarðarins Guy Smit. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70 Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Guy Smit var sá markvörður í deildinni sem bjargaði flestum mörkum með markvörslum sínum samkvæmt úttekt Wyscout. Alls sá Smit til þess að Leiknisliðið fékk á sig 11,8 færri mörk en liðið hefði að öllu eðlilegu átt að fá á sig þegar kemur að markalíkum eða XG eins og það er skammstafað á ensku. Guy Smit fékk á sig 30 mörk í leikjunum 22 en hann varði alls 91 skot eða fleiri en allir markmenn deildarinnar. Smit kom í veg fyrir hálft mark á hverjum níutíu mínútum sem hann spilaði. Sá sem kom í fyrir næstflest mörk var markvörður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, sem bjargaði 5,34 mörkum. Þriðji var síðan KA-markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem bjargaði 5,26 mörkum. Víkingurinn Ingvar Jónsson lék bara sjö leiki en náði samt sjötta sæti listans. Það var aðeins Guy Smit sem bjargaði fleiri mörkum á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Á hinum enda töflunnar var síðan HK-markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson sem fékk á sig 8,91 fleiri mörk en hann átti að fá á sig. Á undan honum var Fylkismarkvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason sem fékk á sig 4,83 fleiri mörk en markalíkur gáfu tilefni til. Ólafur Kristófer spilaði hins vegar aðeins fimm leiki og kom því ekki vel út á hverjar níutíu spilaðar mínútur. Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Flestum mörkum bjargað af markvörðum Pepsi Max deildar karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 11,75 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 5,34 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 5,26 4. Beitir Ólafsson, KR 3,29 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 2,35 6. Ingvar Jónsson, Víkingi 1,74 - Flest varin skot í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Guy Smit, Leikni R. 91 2. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 90 3. Steinþór Már Auðunsson, KA 79 4. Aron Snær Friðriksson, Fylki 77 5. Beitir Ólafsson, KR 70 5. Hannes Þór Halldórsson, Val 70
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00 Mest lesið Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. 28. september 2021 15:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki