Innlent

Lét öllum illum látum á slysa­deild

Atli Ísleifsson skrifar
Í hverfi 110 í Reykjavík var tilkynnt um mann sem hafði gengið út af sjúkrastofnun, mjög illa haldinn.
Í hverfi 110 í Reykjavík var tilkynnt um mann sem hafði gengið út af sjúkrastofnun, mjög illa haldinn. VÍSIR/EGILL

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Frá þessu segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert segir til um hvenær nákvæmlega atvikið átti sér stað – í gærkvöldi eða í nótt.

Í hverfi 110 í Reykjavík var tilkynnt um mann sem hafði gengið út af sjúkrastofnun, mjög illa haldinn. Lögregla fann viðkomandi og kom honum aftur til baka.

Einnig segir frá því að á kvöld- og næturvakt lögreglu hafi verið tilkynnt um mann sem hafi verið að reyna að opna bíla í hverfi 103 í Reykjavík. Engan var þó að sjá þegar lögregla mætti á staðinn.

Þá var tilkynnt um fólk í nýbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Þar voru tvö handtekin fyrir húsbrot og þau vistuð í fangaklefa.

Loks segir frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri í Garðabæ og reyndist viðkomandi aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×