Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 27. september 2021 19:43 Davíð Már Bjarnason er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Vestfirðingar byrjuðu að finna fyrir norðvestan stórhríð í morgun og fóru björgunarsveitir á svæðinu í um tíu verkefni í dag. Rúta fór út af vegi við Hvammstanga snemma í morgun og var björgunarsveit í Bolungarvík kölluð út vegna skilta sem voru að fjúka og búfénaðar sem þurfti aðstoð vegna fannfergis. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir til þegar flotbryggja losnaði á Bolungarvík um miðjan dag í dag. Skoða hvort flytja þurfi mannskap Á morgun er spáð óveðri sem getur spillt færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt sem gengur síðan vestur yfir Norðurland og nær hámarki á Vestfjörðum seinnipart dags á morgun. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir nú yfirfara búnað sinn og skoða hvort flytja eigi tæki og mannskap norður og vestur á land. Er einna helst horft til Vestfjarða þar sem spáð er norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu á morgun. Víðar er búist við hríð og nokkru fannfergi. Davíð segir að þeim skilaboðum sé beint til fólks á Norðvestur- og Norðausturlandi að halda sig til hlés og sleppa því að ferðast að óþörfu milli staða. Þá skuli það huga vel að útbúnaði sínum ef þau þurfa að vera á ferðinni. Funda með Landsneti og fleiri aðilum Fulltrúar Landsbjargar hafa fundað um stöðuna í dag með fulltrúum almannavarna og fyrirtækja sem reka mikilvæga innviði á borð við rafmagnsflutnings- og fjarskiptakerfi. Hefur meðal annars verið unnið að því að samræma viðbrögð helstu aðila. „Menn eru líka að horfa til reynslunnar á síðustu árum, aðilar vilja vera klárir ef einhverjir mikilvægir innviðir verða fyrir einhverjum skakkaföllum. Þá er kannski aðalhugmyndin að vera með nóg af tækjum og tólum svo grípa megi inn í það,“ segir Davíð. Hann segir mjög mikilvægt að fólk á þessum svæðum fylgist vel með á morgun. Mjög slæmu veðri sé spáð víða á landinu og sífellt líklegra að sú spá verði að veruleika. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Viðvörunin er í gildi frá klukkan 10 í fyrramálið fram til 23. Gul viðvörun vegna hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendið. Spáð er norðvestan og vestan 15 til 23 metrum á sekúndu á morgun. Hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil, og talsverð eða mikil slydda eða snjókoma um norðanvert landið. Hægari vindur og skúrir eða él sunnanlands. Úrkomuminna og dregur úr vindi seint annað kvöld. Veður Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. 27. september 2021 17:51 Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð Veðurstofa Íslands spáir nú norðvestan stórhríð á Vestfjörðum á morgun. Gera má ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“. 27. september 2021 10:56 Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. 27. september 2021 14:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Vestfirðingar byrjuðu að finna fyrir norðvestan stórhríð í morgun og fóru björgunarsveitir á svæðinu í um tíu verkefni í dag. Rúta fór út af vegi við Hvammstanga snemma í morgun og var björgunarsveit í Bolungarvík kölluð út vegna skilta sem voru að fjúka og búfénaðar sem þurfti aðstoð vegna fannfergis. Þá voru björgunarsveitarmenn kallaðir til þegar flotbryggja losnaði á Bolungarvík um miðjan dag í dag. Skoða hvort flytja þurfi mannskap Á morgun er spáð óveðri sem getur spillt færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt sem gengur síðan vestur yfir Norðurland og nær hámarki á Vestfjörðum seinnipart dags á morgun. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir nú yfirfara búnað sinn og skoða hvort flytja eigi tæki og mannskap norður og vestur á land. Er einna helst horft til Vestfjarða þar sem spáð er norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu á morgun. Víðar er búist við hríð og nokkru fannfergi. Davíð segir að þeim skilaboðum sé beint til fólks á Norðvestur- og Norðausturlandi að halda sig til hlés og sleppa því að ferðast að óþörfu milli staða. Þá skuli það huga vel að útbúnaði sínum ef þau þurfa að vera á ferðinni. Funda með Landsneti og fleiri aðilum Fulltrúar Landsbjargar hafa fundað um stöðuna í dag með fulltrúum almannavarna og fyrirtækja sem reka mikilvæga innviði á borð við rafmagnsflutnings- og fjarskiptakerfi. Hefur meðal annars verið unnið að því að samræma viðbrögð helstu aðila. „Menn eru líka að horfa til reynslunnar á síðustu árum, aðilar vilja vera klárir ef einhverjir mikilvægir innviðir verða fyrir einhverjum skakkaföllum. Þá er kannski aðalhugmyndin að vera með nóg af tækjum og tólum svo grípa megi inn í það,“ segir Davíð. Hann segir mjög mikilvægt að fólk á þessum svæðum fylgist vel með á morgun. Mjög slæmu veðri sé spáð víða á landinu og sífellt líklegra að sú spá verði að veruleika. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Viðvörunin er í gildi frá klukkan 10 í fyrramálið fram til 23. Gul viðvörun vegna hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendið. Spáð er norðvestan og vestan 15 til 23 metrum á sekúndu á morgun. Hvassara verður í vindstrengjum norðvestantil, og talsverð eða mikil slydda eða snjókoma um norðanvert landið. Hægari vindur og skúrir eða él sunnanlands. Úrkomuminna og dregur úr vindi seint annað kvöld.
Veður Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. 27. september 2021 17:51 Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð Veðurstofa Íslands spáir nú norðvestan stórhríð á Vestfjörðum á morgun. Gera má ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“. 27. september 2021 10:56 Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. 27. september 2021 14:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. 27. september 2021 17:51
Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð Veðurstofa Íslands spáir nú norðvestan stórhríð á Vestfjörðum á morgun. Gera má ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“. 27. september 2021 10:56
Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. 27. september 2021 14:16