4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 10:02 Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011. Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“ Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“
Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira