4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 10:02 Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011. Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“ Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“
Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira