4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 10:02 Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011. Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“ Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“
Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira