Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Snorri Másson skrifar 29. september 2021 19:16 Krabbameinsfélagið annast ekki skimanir fyrir krabbameini kvenna lengur en ljóst er að brotalamir voru í framkvæmd þeirra skimana á meðan þær voru á forræði félagsins. Vísir/Vilhelm Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09