Við þurfum líka þjónustu sérgreinalækna úti á landi! Pétur Heimisson skrifar 24. september 2021 15:00 Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar