Spilaborgir félagsmálaráðherra Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:00 Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar