Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 11:50 Húsið brennur, stendur á einu skilti mótmælenda. Vísir/Vilhelm Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“ Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira