Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 11:50 Húsið brennur, stendur á einu skilti mótmælenda. Vísir/Vilhelm Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“ Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira