Skynsamleg varnaðarorð Seðlabankastjóra Daði Már Kristófersson skrifar 24. september 2021 08:30 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri gerir tillögur Viðreisnar um gjaldeyrisstöðugleika að umræðuefni í samtali við Viðskiptablaðið. Þar fer Ásgeir yfir þau skilyrði sem til staðar þurfa að vera til þess að slíkt markmið sé raunhæft. Þau helstu eru ábyrg hagstjórn og endurskoðun vinnumarkaðslíkans. Í umræðum um aukin stöðugleika hef ég einmitt tekið þetta skírt fram, meðal annars hér og hér. Undir orð Ásgeirs ber því að taka. Við, sem þjóð, þurfum að axla ábyrgð á stöðugleikanum, ef við viljum byggja framtíðina á honum. Þetta gerðu nágrannalönd okkar á Norðurlöndum fyrir rúmum tveimur áratugum. Þau endurskoðuðu aðferðafræðina við gerð kjarasamninga með það fyrir augum að styðja við stöðugleika. Árangurinn af þessum breytingum hefur verið mjög góður. Betur hefur gengið að byggja upp kaupmátt og minni gliðnun hefur orðið milli stétta en hér á landi. Höfrungahlaupið sem einkennt hefur íslenskan vinnumarkað hefur því ekki verið til góðs. Að sama skapi einkennast stjórnmál á hinum Norðurlöndunum ekki eins mikið af loforðum fyrir kosningar. Ástæðan er einfaldlega sú að allir flokkar vita að óraunhæf loforð munu á endanum koma í bakið á kjósendum. Þeir velja að sýna ábyrgð. Það mundu íslenskir stjórnmálamenn líka þurfa að gera. Breyting sem þessi krefst samstöðu. Hana þarf að byggja upp. Við munum þó aldrei ljúka því verkefni nema að hefjast handa. Til mikils er að vinna. Framtíðartækifæri íslensks samfélags eru í húfi. Ég er því stoltur af að Viðreisn hafi kjark til þess að leggja í þessa vegferð. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar