Fangar réttmeiri en fósturbörn á Íslandi Sara Pálsdóttir skrifar 23. september 2021 10:01 Undirrituð hefur áður skrifað pistla um rotið barnaverndarkerfi og mannréttindabrot framin þar innan á Íslandi. Gegn saklausum börnum, gegn fjölskyldum í landinu. Barnaverndarstofa er bitlaust bákn, hefur ekki verið falið neinar alvöru eftirlitsheimildir þótt hún sinni sínu takmarkaða hlutverki vel og af fagmennsku. Dómstólar eru meðvirkir með barnavernd og staðfesta nánast ávallt gerðir barnaverndar, sama hversu brotleg meðferðin kann að hafa verið. Lögreglan neitar að bregðast við lögbrotum opinberra barnaverndarstarfsmanna. Mikill ótti er í kerfinu. Ég sem lögmaður sogaðist inn í þetta kerfi í desember í fyrra. Síðan þá hef ég kynnst kerfinu vel, of vel og ég get með hreinskilni lýst því að nánast hver einasti skjólstæðingur sem ég hef haft í barnaverndarmáli upplifir afskipti og málsmeðferð barnaverndar sem ofbeldi. Og ég er yfirleitt sammála þeim. Það er hægt að gera hlutina á svo miklu vægari og mannúðlegri máta. Þar sem virðing fyrir mannlegri reisn og mannréttindum fólks og meðalhóf, eru virt. Iðulega er það þannig að staða foreldris versnar fremur en að batna, við afskipti barnaverndar. Þannig heggur sá er hlífa skyldi. Frásagnir af þessu eru efni í annan pistil. Eitt dæmi um alvarleg mannréttindabrot barnaverndar sem viðgangast eru grimmilegar umgengnistálmanir sem ég hef áður fjallað um. Ef foreldri sem misst hefur barn frá sér, iðulega vegna sjúkdómsins alkohólisma, er barninu refsað með því að takmarka umgengni barnsins við foreldri sitt við 2-4 skipti á ári, undir eftirliti, í hrörlegu og kuldalegu húsnæði á vegum barnaverndar. Er þetta gert undir þeim formerkjum að það verði að ,,vernda stöðugleika og ró barnsins í fóstri“ og að markmið með umgengni sé ekki að halda tengslum milli foreldris og barns heldur að barn ,,þekki uppruna sinn“. Þannig má ekki ,,raska ró og stöðugleika barnsins“ með því að virða sjálfsögð og lögbundin mannréttindi þess til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldri sitt með reglubundnum hætti, líkt og kveðið er á um í 3. mgr. 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. Stjórnarskrár Íslands. Hið ólögmæta markmið barnaverndar er því algert tengslarof milli foreldris og barns. Samt sem áður þykir það t.d. sjálfsagt að rífa barn fyrirvaralaust í faðmi foreldris, úr leikskóla, frá stórfjölskyldunni og planta því hjá fósturforeldrum einhvers staðar lengst út á landi á nýtt heimili, með nýju fólki, á nýjan leikskóla, nýjan landshluta, langt langt frá öllu því sem barnið þekkir og þar sem öll umgengni við foreldri, systkini og/eða stórfjölskyldu er gerð verulega erfið t.d. vegna fjarlægða. Mannréttindadómstóllinn hefur m.a. gagnrýnt svona vinnubrögð barnavernda harðlega í dómum sínum sem fjalla um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Ekki er farið eftir þessum mannréttindum barnanna eða foreldranna þegar umgengni er ákvörðuð. Ekki er einu sinni horft á þessi mannréttindaákvæði þegar slík umgengni er ákvörðuð hjá barnavernd. Þetta hef ég margítrekað bent bæði barnaverndarnefndum, úrskurðarnefnd Velferðarmála, dómstólum og Umboðsmanni Alþingis á. Engum finnst neitt athugavert við það að sleppa því að fjalla um ákvæði Barnasáttmála SÞ sem gildir gagngert um rétt fósturbarna til umgengni við foreldri sitt, þegar slík umgengni er ákvörðuð. Enda gæti sú umgengni sem ákvörðuð er, aldrei fullnægt þeim skilyrðum sem þar koma fram. Dómstólar neita meirað segja að dæma um rétt fósturbarna til umgengni við foreldri, í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrár auk 6. gr. Mannréttindasáttmálans. Þrátt fyrir að dómstólar dæmi á hverjum einasta degi í málum sem varða rétt skilnaðarbarna til umgengni við foreldri sitt. Fósturbörn njóta bara ekki sömu sjálfsögðu mannréttinda og aðrir, eins og t.d. aðgengis að dómstólum til úrlausnar um mannréttindi sín. Þessi mannréttindabrot eru aðeins einn lítill angi af þeim alvarlegu og viðvarandi mannréttindabrotum sem ég sé framin í barnaverndarkerfinu á Íslandi. Og dómstólar bregðast í sínu hlutverki sem verndari þessara mannréttinda. Saklaus fósturbörn sem hafa misst foreldra sína eða foreldri sitt frá sér, fá ekki að hitta þau – jafnvel þótt foreldrið sé edrú, í langtímabata og góðu jafnvægi. Jafnvel þótt það sé heitasta þrá þessara barna að hitta mömmu eða pabba meira, oftar. Fósturbörn fá einungis að hitta foreldri sitt 2-4 sinnum á ári og undir eftirliti við þvingaðar aðstæður. Fangar í lokuðum fangelsum eiga hins vegar þann lágmarks rétt að hitta barnið sitt einu sinni í viku, í fallegu umhverfi og eftirlitslaust, að því gefnu að foreldri sé edrú og í jafnvægi (að sjálfsögðu). Iðulega eru heimsóknir barna til fanga þó tíðari en það. Þannig eiga fangar í framkvæmd ríkari rétt til friðhelgis einkalífs og fjölskyldu, ríkari til samvista við börn sín, heldur en fósturbörn eiga við foreldri sitt. Saklaus börn, sem hafa ekkert gert af sér. Samt er þeim refsað með þessum grimmilega hætti. Og foreldrarnir, sem misstu frá sér börnin sín vegna veikinda, þeim er sömuleiðis refsað. Og öllum þeim sem geta gert eitthvað í þessu er slétt sama, gera ekkert. Þetta eru jú bara, réttlaus fósturbörn og eitthvað dópistapakk. Hverjum er ekki sama um þeirra mannréttindi? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Fjölskyldumál Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur áður skrifað pistla um rotið barnaverndarkerfi og mannréttindabrot framin þar innan á Íslandi. Gegn saklausum börnum, gegn fjölskyldum í landinu. Barnaverndarstofa er bitlaust bákn, hefur ekki verið falið neinar alvöru eftirlitsheimildir þótt hún sinni sínu takmarkaða hlutverki vel og af fagmennsku. Dómstólar eru meðvirkir með barnavernd og staðfesta nánast ávallt gerðir barnaverndar, sama hversu brotleg meðferðin kann að hafa verið. Lögreglan neitar að bregðast við lögbrotum opinberra barnaverndarstarfsmanna. Mikill ótti er í kerfinu. Ég sem lögmaður sogaðist inn í þetta kerfi í desember í fyrra. Síðan þá hef ég kynnst kerfinu vel, of vel og ég get með hreinskilni lýst því að nánast hver einasti skjólstæðingur sem ég hef haft í barnaverndarmáli upplifir afskipti og málsmeðferð barnaverndar sem ofbeldi. Og ég er yfirleitt sammála þeim. Það er hægt að gera hlutina á svo miklu vægari og mannúðlegri máta. Þar sem virðing fyrir mannlegri reisn og mannréttindum fólks og meðalhóf, eru virt. Iðulega er það þannig að staða foreldris versnar fremur en að batna, við afskipti barnaverndar. Þannig heggur sá er hlífa skyldi. Frásagnir af þessu eru efni í annan pistil. Eitt dæmi um alvarleg mannréttindabrot barnaverndar sem viðgangast eru grimmilegar umgengnistálmanir sem ég hef áður fjallað um. Ef foreldri sem misst hefur barn frá sér, iðulega vegna sjúkdómsins alkohólisma, er barninu refsað með því að takmarka umgengni barnsins við foreldri sitt við 2-4 skipti á ári, undir eftirliti, í hrörlegu og kuldalegu húsnæði á vegum barnaverndar. Er þetta gert undir þeim formerkjum að það verði að ,,vernda stöðugleika og ró barnsins í fóstri“ og að markmið með umgengni sé ekki að halda tengslum milli foreldris og barns heldur að barn ,,þekki uppruna sinn“. Þannig má ekki ,,raska ró og stöðugleika barnsins“ með því að virða sjálfsögð og lögbundin mannréttindi þess til að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldri sitt með reglubundnum hætti, líkt og kveðið er á um í 3. mgr. 9. gr. Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sbr. einnig 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 71. gr. Stjórnarskrár Íslands. Hið ólögmæta markmið barnaverndar er því algert tengslarof milli foreldris og barns. Samt sem áður þykir það t.d. sjálfsagt að rífa barn fyrirvaralaust í faðmi foreldris, úr leikskóla, frá stórfjölskyldunni og planta því hjá fósturforeldrum einhvers staðar lengst út á landi á nýtt heimili, með nýju fólki, á nýjan leikskóla, nýjan landshluta, langt langt frá öllu því sem barnið þekkir og þar sem öll umgengni við foreldri, systkini og/eða stórfjölskyldu er gerð verulega erfið t.d. vegna fjarlægða. Mannréttindadómstóllinn hefur m.a. gagnrýnt svona vinnubrögð barnavernda harðlega í dómum sínum sem fjalla um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Ekki er farið eftir þessum mannréttindum barnanna eða foreldranna þegar umgengni er ákvörðuð. Ekki er einu sinni horft á þessi mannréttindaákvæði þegar slík umgengni er ákvörðuð hjá barnavernd. Þetta hef ég margítrekað bent bæði barnaverndarnefndum, úrskurðarnefnd Velferðarmála, dómstólum og Umboðsmanni Alþingis á. Engum finnst neitt athugavert við það að sleppa því að fjalla um ákvæði Barnasáttmála SÞ sem gildir gagngert um rétt fósturbarna til umgengni við foreldri sitt, þegar slík umgengni er ákvörðuð. Enda gæti sú umgengni sem ákvörðuð er, aldrei fullnægt þeim skilyrðum sem þar koma fram. Dómstólar neita meirað segja að dæma um rétt fósturbarna til umgengni við foreldri, í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrár auk 6. gr. Mannréttindasáttmálans. Þrátt fyrir að dómstólar dæmi á hverjum einasta degi í málum sem varða rétt skilnaðarbarna til umgengni við foreldri sitt. Fósturbörn njóta bara ekki sömu sjálfsögðu mannréttinda og aðrir, eins og t.d. aðgengis að dómstólum til úrlausnar um mannréttindi sín. Þessi mannréttindabrot eru aðeins einn lítill angi af þeim alvarlegu og viðvarandi mannréttindabrotum sem ég sé framin í barnaverndarkerfinu á Íslandi. Og dómstólar bregðast í sínu hlutverki sem verndari þessara mannréttinda. Saklaus fósturbörn sem hafa misst foreldra sína eða foreldri sitt frá sér, fá ekki að hitta þau – jafnvel þótt foreldrið sé edrú, í langtímabata og góðu jafnvægi. Jafnvel þótt það sé heitasta þrá þessara barna að hitta mömmu eða pabba meira, oftar. Fósturbörn fá einungis að hitta foreldri sitt 2-4 sinnum á ári og undir eftirliti við þvingaðar aðstæður. Fangar í lokuðum fangelsum eiga hins vegar þann lágmarks rétt að hitta barnið sitt einu sinni í viku, í fallegu umhverfi og eftirlitslaust, að því gefnu að foreldri sé edrú og í jafnvægi (að sjálfsögðu). Iðulega eru heimsóknir barna til fanga þó tíðari en það. Þannig eiga fangar í framkvæmd ríkari rétt til friðhelgis einkalífs og fjölskyldu, ríkari til samvista við börn sín, heldur en fósturbörn eiga við foreldri sitt. Saklaus börn, sem hafa ekkert gert af sér. Samt er þeim refsað með þessum grimmilega hætti. Og foreldrarnir, sem misstu frá sér börnin sín vegna veikinda, þeim er sömuleiðis refsað. Og öllum þeim sem geta gert eitthvað í þessu er slétt sama, gera ekkert. Þetta eru jú bara, réttlaus fósturbörn og eitthvað dópistapakk. Hverjum er ekki sama um þeirra mannréttindi? Höfundur er lögmaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun