Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson skrifar 23. september 2021 07:15 Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun