Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson skrifar 23. september 2021 07:15 Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun