Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. september 2021 12:16 Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar