Trump stefnir frænku sinni og New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 09:07 Trump hefur um árabil gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál sín verði opinber. AP/LM Otero Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira