Fyrir atvinnulífið, fyrir fólkið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 22. september 2021 08:00 Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hafnarfjörður Suðvesturkjördæmi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs. Svona vinnum við Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp. Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir. Við viljum halda áfram Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar