Fyrrverandi forseti Alsír er allur Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 23:31 Abdelaziz Bouteflika var forseti Alsír í tvo áratugi. AP Photo/Sidali Djarboub Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól. Alsír Andlát Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól.
Alsír Andlát Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira