Tölum um Evrópusambandið Dóra Sif Tynes skrifar 20. september 2021 08:02 Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Dóra Sif Tynes Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar