Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 23:17 Drónaárásin olli gríðarlegum skemmdum. Bernat Armangue/AP Photo Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana. Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana.
Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira