Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 19:56 Feðgarnir og nafnarnir Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Sjá meira