Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 19:56 Feðgarnir og nafnarnir Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira