MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:29 Halla Margrét Hilmarsdóttir er formaður Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Stöð 2 Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins. Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins.
Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira